Viðskipti innlent

Gift tapaði 11 milljörðum frá áramótum

Fjárfestingafélagið Gift, sem varð til við slit eignarhaldsfélags Samvinnutrygginga gt fyrir um það bil ári, hefur tapað ellefu milljörðum króna frá áramótum.

Einkum á fjárfestingum í Kaupþingi og Exista. Þegar eignarhaldsfélagi Samvinnutrygginga var slitið í fyrra hétu stjórnendur Giftar umþaðbil 50 þúsund tryggingatökum að þeir fengju innan tíðar eignarhlut sinn í tryggingafélaginu endurgreiddan, og var þá talað um að meðal endurgreiðsla yrði um hundrað þúsund krónur á mann.Ekki hefur verið staðið við það og ljóst virðist vera af fyrrgreindum afkomutölum að hlutur tryggingatakanna hefur rýrnað verulega eftir að fyrirheit um endurgreiðslu var gefið.-








Fleiri fréttir

Sjá meira


×