Sport

Fyrstu Ólympíuverðlaun Afgana

Elvar Geir Magnússon skrifar

Afganistan vann í dag sín fyrstu Ólympíuverðlaun frá upphafi. Rohullan Nikpai vann þá bronsverðlaun í -58 kílóa flokki í taekwando karla. Nikpai vann heimsmeistarann Juan Antonio Ramos frá Spáni.

Guillermo Perez frá Mexíkó vann gullverðlaunin en hann lagði Yulis Gabriel Mercedes í úrslitaeinvíginu. Einnig var keppt til úrslita í -49 kílóa flokki kvenna en þar vann Jingyu Wi frá Kína.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×