Erlent

Enn skelfur jörð í Sichuan-héraði

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Frá björgunaraðgerðum eftir jarðskjálftann 12. maí í vor.
Frá björgunaraðgerðum eftir jarðskjálftann 12. maí í vor. MYND/AP

Jarðskálfti af stærðinni 6,1 stig á Richter skók Sichuan-héraðið í suðvesturhluta Kína klukkan hálffimm síðdegis að staðartíma. Upptök skjálftans eru talin vera um 50 kílómetra suðaustur af borginni Panzhihua segir Xinhua-fréttastofan kínverska.

Ekki er vitað til þess að manntjón hafi orðið í skjálftanum. Skammt er að minnast þess er 7,9 stiga jarðskjálfti varð um 70.000 manns að bana í Sichuan-héraðinu 12. maí síðastliðinn.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×