Maður vopnaður hníf varð sex manns að bana út á götu í Tokyo í gærkvöldi. Ellefu aðrir liggja sárir eftir.
Atburðurinn átti sér stað í vinsælu verslunarhverfi í borginni og var mikið af vegfarendum þar þegar árásin hófst. Maðurinn er 25 ára gamall og var handtekinn skömmu eftir árásina.
Að sögn sjónarvotta keyrði maðurinn á pallbíl inn í hóp af fólk, stökk út og hóf að stinga fólk með hnífnum. Árás þessa ber upp á sama dag og árið 2001 er geðveikur maður í Japan réðist inn í grunnskóla vopnaður hníf og hóf að stinga þar börn er á vegi hans urðu.
Sá sem var handtekinn er talinn tilheyra Yakuza glæpasamtökunum en enn liggur ekkert fyrir um ástæðu árásarinnar.