Jarðskjálfti af stærðargráðunni 6,5 á richter skók suðurhluta Grikklands í dag. Vitað er að einn fórst og nokkrir eru slasaðir. Eitthvað er um að byggingar hafi hrunið.
Jarðskjálftinn olli skelfingu meðal þorpsbúa í Peloponnese héraðinu og hann fannst alla leið til Aþenu sem er í um 200 km fjarlægð frá héraðinu.