Viðskipti erlent

Baugur og Kaupþing selja hlut í French Connection

Unity Investments hefur selt tæplega 3% hlut sinn í verslunarkeðjunni French Connection í Bretlandi. Baugur á um þriðjungshlut í Unity og Kaupþing í Luxemborg var skráð fyrir um 3% hlut. Auk þeirra er Kevin Stanford stór hluthafi.

Fjallað er um málið á vefsíðu Retail Week en þar segir að fyrir kaupin hafi Unity Investments átt rúmlega 20% í French Connection en á nú 17,6%.

Samkvæmt Retail Week er salan framhald af þeim sölum á eignum Kaupþings í Luxemborg sem verið hefur í gangi frá því að Kaupþing varð gjaldþrota í síðasta mánuði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×