Viðskipti erlent

Mafían á Ítalíu elskar fjármálakreppuna

Fjármálakreppan kom eins og himnasending til mafíunnar á Ítalíu. Glæpaklíkan hefur nefnilega getað stóraukið lánastarfsemi sína eftir því sem fleiri bankar hafa lent í lausafjárvandræðum.

Í frétt um málið í Financial Times segir að starfsemi mafíunnar á Ítalíu nemi nú um 6% af landsframleiðslu landsins en þetta hlutfall fari hækkandi eftir því sem fjármálakreppan stendur lengur.

Samkvæmt upplýsingum frá Confesercanti, samtökum verslunareigenda á Ítalíu, hafa um 180.000 smærri búðareigendur neyðst til að leita á náðir mafíunnar með lánsfé þar sem bankarnir hafa lokað á þá sökum kreppunnar.

Okurlán er sú starfsemi mafíunnar sem vex hvað örast þessa dagana og telur Confesercanti að tekjur mafíunnar af okurlánum nemi nú 15 milljörðum evra eða um 2.500 milljörðum kr..








Fleiri fréttir

Sjá meira


×