Viðskipti erlent

Töpuðu öllu á hruni Carnegie bankans

Það eru fleiri en Milestone sem fóru illa út úr hruni Carnegie bankans í Svíþjóð. Þannig hafa starfsmenn líftryggingarfélagsins Max Mathiessen (MM) tapað öllu sínu á hruninu.

Starfsmenn MM voru allir milljónamæringar í sænskum krónum eftir að Carnegie keypti MM í janúar í fyrra. MM var þá í sameiginlegri eigu yfir- og starfsmanna sinna. Og kaupverðið var 856 milljónir sænskra kr. eða sem svar til um 16 milljörðum kr.

En þetta voru upphæðir á pappír því að starfsmennirnir fengu greitt fyrir MM með hlutabréfum í Carnegie. Þar að auki var ákvæði í samningnum um að starfsmennirnir mættu ekki selja nema 10% af þessu hlutafé á fyrsta árinu.

Þegar í október s.l. höfðu fyrrum eigendur MM tapað um 90% af kaupverðinu sökum þess hve hlutabréf í Carnegie höfðu fallið frá áramótum. Og nú er allt horfið í framhaldi af því að sænska ríkið þjóðnýtti Carnegie.

Ekki er vitað hve margir af starfsmönnunum tókst að nýta sér sölurétt á 10% af hlutafé sínu áður en Carnegie hrundi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×