Nýsköpun og ræktun frumkvöðla Sigmundur Guðbjarnason skrifar 12. desember 2008 06:00 Á liðnum áratugum hafa Íslendingar af og til gert átak til að efla nýsköpun í atvinnulífi og leitað ýmissa leiða í þeim tilgangi. Viðleitnin hefur verið mest á tímum aflabrests og efnahagslægða en með batnandi hag hefur áhuginn á nýsköpun minnkað. Nýsköpun og nýmæli í atvinnulífinu verða með ýmsum hætti og reynt hefur verið að skapa frjóan jarðveg fyrir ræktun slíkra hæfileika og nýrra hugmynda. Víða erlendis er markvisst unnið að því að rækta þá hæfileika sem styrkja frumkvæði einstaklinga og frumlega hugsun, áræði og nýsköpun í atvinnulífinu. Hér á landi hafa einnig verið reyndar ýmsar leiðir til að efla nýsköpun og framtakssemi í skólum og taka nemendur þessari viðleitni vel og sýna frumkvæðið þegar færi gefst. Vert er að vekja athygli á því sem gert hefur verið á þessum vettvangi og er mikilvægt að styðja það og styrkja og kynna betur. 1. Nýsköpunarkeppni grunnskóla hefur farið fram um árabil á vegum Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur. Uppfinningar þessara ungu keppenda hafa verið kynntar opinberlega og þóttu margar þessara hugmynda bráðsnjallar. „Félag ungra uppfinningamanna" var stofnað 1994. Slík keppni krefst kennara og stjórnenda sem hafa brennandi áhuga á viðfangsefninu. Þátttaka barna í slíku starfi hefur áhrif á hugsunarhátt þeirra, eykur frumkvæði og útsjónarsemi og hvetur þau til að leita leiða til að leysa vandann hverju sinni. 2. „Hugmyndasamkeppni ungs fólks í vísindum og tækni" eða Hugvísir er þáttur í vaxandi samvinnu atvinnulífs og skóla í Evrópu og eru þátttakendur á aldrinum 15-20 ára. Keppninni er ætlað að efla hæfileika til að leysa vandamál á nýstárlegan hátt og sýna eigið frumkvæði, markvisst vinnuferli og sjálfstæð vinnubrögð. Þessi keppni er hluti af mannauðsáætlun ESB. 3. „Nýsköpunarsjóður námsmanna" var stofnaður 1992 og áttu stúdentar allt frumkvæði að því. Hefur þessi sjóður veitt styrki í fjölmörg athyglisverð rannsókna- og nýsköpunarverkefni. 4. „Rannsóknanámssjóður" var stofnaður 1993. Hlutverk hans að styrkja nemendur til frekari þjálfunar í vísindalegum vinnubrögðum, bæði á sviði grunnrannsókna og hagnýtra rannsókna. Slík þjálfun er mikilvægur þáttur í menntun til meistara- eða doktorsprófs, þar sem nemendur temja sér markviss og öguð vinnubrögð við úrlausn flókinna viðfangsefna. Sú reynsla og þjálfun nýtist vel í hinum margvíslegu störfum sem kandidatar takast á við, bæði í heimi vísinda og viðskipta. 5. Vísinda- og tækniráð er arftaki Rannsóknarráðs Íslands og veitir styrki úr nokkrum sjóðum, m.a. Rannsóknasjóði (áður Vísindasjóði) og Tækniþróunarsjóði (áður Tæknisjóði). Ýmsar þær umbætur sem Rannsóknarráð Íslands gerði á starfsháttum og vinnubrögðum við styrkúthlutanir hefur verið fram haldið hjá Rannsóknasjóði en Tækniþróunarsjóður hefur valið önnur vinnubrögð. Nýlega var haldið upp á 20 ára afmæli Tæknigarðs en Háskóli Íslands byggði tvo slíka tæknigarða í tilefni 75 ára afmælis Háskólans 1986. Þetta eru nýsköpunarhreiður fyrir sprotafyrirtæki, hinn nýsköpunargarðurinn er Efna- og líftæknihúsið á Keldnaholti og er Orf líftækni þar starfandi. Tæknigarður hefur reynst mjög farsælt frumkvöðlasetur. Hafa þar verið starfrækt 77 fyrirtæki á þessu tímabili, 30 fyrirtæki eru enn starfandi, 30 hafa hætt starfsemi og önnur hafa sameinast öðrum fyrirtækjum. Þetta telst mjög góður árangur. Frumkvöðlar eru fólk á öllum aldri sem vilja byggja upp eigin fyrirtæki og getur það verið á mjög ólíkum sviðum. Þeir sem leggja út í slík ævintýri verða að hafa dirfsku, framtakssemi og úthald því þeirra geta beðið erfiðir tímar í mörg ár. Ef vel gengur uppskera menn ánægjuna af því að hafa skapað nýja starfsemi og nýjar afurðir sem markaður er fyrir. Reynsla frumkvöðla er eðlilega misjöfn en síðustu ár hafa verið mörgum erfið. Stuðningur við sprotafyrirtæki hefur yfirleitt verið lítill, fjárfestar hafa í góðærinu viljað glíma við stærri verkefni sem skila skjótt arði, Nýsköpunarsjóður hefur lengst af verið máttlítill og vinnubrögð Tækniþróunarsjóðs eru umdeilanleg. Eigi þessi nýsköpunarviðleitni að skila því sem að er stefnt verður að styðja betur við uppbyggingu og markaðssetningu. Við verðum að láta þekkinguna og hugmyndaflugið vinna fyrir okkur í auknum mæli og virkja allt í senn listir, vísindi og tækni til að auka samkeppnishæfni þjóðarinnar á öllum sviðum. Þetta er vert að hafa í huga við endurreisn Íslands. Höfundur er prófessor emeritus. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á liðnum áratugum hafa Íslendingar af og til gert átak til að efla nýsköpun í atvinnulífi og leitað ýmissa leiða í þeim tilgangi. Viðleitnin hefur verið mest á tímum aflabrests og efnahagslægða en með batnandi hag hefur áhuginn á nýsköpun minnkað. Nýsköpun og nýmæli í atvinnulífinu verða með ýmsum hætti og reynt hefur verið að skapa frjóan jarðveg fyrir ræktun slíkra hæfileika og nýrra hugmynda. Víða erlendis er markvisst unnið að því að rækta þá hæfileika sem styrkja frumkvæði einstaklinga og frumlega hugsun, áræði og nýsköpun í atvinnulífinu. Hér á landi hafa einnig verið reyndar ýmsar leiðir til að efla nýsköpun og framtakssemi í skólum og taka nemendur þessari viðleitni vel og sýna frumkvæðið þegar færi gefst. Vert er að vekja athygli á því sem gert hefur verið á þessum vettvangi og er mikilvægt að styðja það og styrkja og kynna betur. 1. Nýsköpunarkeppni grunnskóla hefur farið fram um árabil á vegum Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur. Uppfinningar þessara ungu keppenda hafa verið kynntar opinberlega og þóttu margar þessara hugmynda bráðsnjallar. „Félag ungra uppfinningamanna" var stofnað 1994. Slík keppni krefst kennara og stjórnenda sem hafa brennandi áhuga á viðfangsefninu. Þátttaka barna í slíku starfi hefur áhrif á hugsunarhátt þeirra, eykur frumkvæði og útsjónarsemi og hvetur þau til að leita leiða til að leysa vandann hverju sinni. 2. „Hugmyndasamkeppni ungs fólks í vísindum og tækni" eða Hugvísir er þáttur í vaxandi samvinnu atvinnulífs og skóla í Evrópu og eru þátttakendur á aldrinum 15-20 ára. Keppninni er ætlað að efla hæfileika til að leysa vandamál á nýstárlegan hátt og sýna eigið frumkvæði, markvisst vinnuferli og sjálfstæð vinnubrögð. Þessi keppni er hluti af mannauðsáætlun ESB. 3. „Nýsköpunarsjóður námsmanna" var stofnaður 1992 og áttu stúdentar allt frumkvæði að því. Hefur þessi sjóður veitt styrki í fjölmörg athyglisverð rannsókna- og nýsköpunarverkefni. 4. „Rannsóknanámssjóður" var stofnaður 1993. Hlutverk hans að styrkja nemendur til frekari þjálfunar í vísindalegum vinnubrögðum, bæði á sviði grunnrannsókna og hagnýtra rannsókna. Slík þjálfun er mikilvægur þáttur í menntun til meistara- eða doktorsprófs, þar sem nemendur temja sér markviss og öguð vinnubrögð við úrlausn flókinna viðfangsefna. Sú reynsla og þjálfun nýtist vel í hinum margvíslegu störfum sem kandidatar takast á við, bæði í heimi vísinda og viðskipta. 5. Vísinda- og tækniráð er arftaki Rannsóknarráðs Íslands og veitir styrki úr nokkrum sjóðum, m.a. Rannsóknasjóði (áður Vísindasjóði) og Tækniþróunarsjóði (áður Tæknisjóði). Ýmsar þær umbætur sem Rannsóknarráð Íslands gerði á starfsháttum og vinnubrögðum við styrkúthlutanir hefur verið fram haldið hjá Rannsóknasjóði en Tækniþróunarsjóður hefur valið önnur vinnubrögð. Nýlega var haldið upp á 20 ára afmæli Tæknigarðs en Háskóli Íslands byggði tvo slíka tæknigarða í tilefni 75 ára afmælis Háskólans 1986. Þetta eru nýsköpunarhreiður fyrir sprotafyrirtæki, hinn nýsköpunargarðurinn er Efna- og líftæknihúsið á Keldnaholti og er Orf líftækni þar starfandi. Tæknigarður hefur reynst mjög farsælt frumkvöðlasetur. Hafa þar verið starfrækt 77 fyrirtæki á þessu tímabili, 30 fyrirtæki eru enn starfandi, 30 hafa hætt starfsemi og önnur hafa sameinast öðrum fyrirtækjum. Þetta telst mjög góður árangur. Frumkvöðlar eru fólk á öllum aldri sem vilja byggja upp eigin fyrirtæki og getur það verið á mjög ólíkum sviðum. Þeir sem leggja út í slík ævintýri verða að hafa dirfsku, framtakssemi og úthald því þeirra geta beðið erfiðir tímar í mörg ár. Ef vel gengur uppskera menn ánægjuna af því að hafa skapað nýja starfsemi og nýjar afurðir sem markaður er fyrir. Reynsla frumkvöðla er eðlilega misjöfn en síðustu ár hafa verið mörgum erfið. Stuðningur við sprotafyrirtæki hefur yfirleitt verið lítill, fjárfestar hafa í góðærinu viljað glíma við stærri verkefni sem skila skjótt arði, Nýsköpunarsjóður hefur lengst af verið máttlítill og vinnubrögð Tækniþróunarsjóðs eru umdeilanleg. Eigi þessi nýsköpunarviðleitni að skila því sem að er stefnt verður að styðja betur við uppbyggingu og markaðssetningu. Við verðum að láta þekkinguna og hugmyndaflugið vinna fyrir okkur í auknum mæli og virkja allt í senn listir, vísindi og tækni til að auka samkeppnishæfni þjóðarinnar á öllum sviðum. Þetta er vert að hafa í huga við endurreisn Íslands. Höfundur er prófessor emeritus.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun