Erlent

Enginn skotbardagi í Kaupmannahöfn í gærkvöldi

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/AP

Eftir því var tekið að ekki kom til neins skotbardaga á götum Kaupmannahafnar í gærkvöldi en síðustu daga hefur ítrekað soðið upp úr í samskiptum bifhjólasamtakanna Vítisengla og glæpahópa innflytjenda.

Lögregla hefur haft mikinn viðbúnað og verið mjög sýnileg á götum úti auk þess sem þeim svæðum hefur verið fjölgað til muna þar sem lögreglu er heimilt að framkvæma líkamsleit á fólki án þess að gefa sérstakar skýringar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×