Bílarisum bjargað vestanhafs 20. desember 2008 03:00 George W. Bush forseti Bandaríkjanna skömmu áður en hann tilkynnti að stjórnvöld vestra hygðust koma bílafyrirtækjunum til hjálpar. George W. Bush, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, greindi frá því í gær að stjórnvöld ætli að veita bandarísku bílaframleiðendunum General Motors og Chrysler neyðarlán sem eigi að forða þeim frá gjaldþroti. Bush sagði Bandaríkjamenn vilja koma bílaiðnaðinum til bjargar og sé aðkoma stjórnvalda eina leið þeirra nú um stundir. Hann vitnaði sömuleiðis til gagnrýnisradda bandarískra þingmanna frá í síðustu viku og lagði áherslu á að forsvarsmenn bílaframleiðendanna leggi fram drög að rekstraráætlun sem leiða fyrirtækin aftur að beinni og betri braut en þau eru nú stödd á. Forsvarsmenn Ford, sem leituðu upphaflega til stjórnvalda ásamt hinum fyrirtækjunum, sögðust geta keyrt á eigin fé enn um sinn. Lánið hljóðar upp á 17,4 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 2.100 milljarða íslenskra króna og verður tekið úr neyðarsjóði sem í eru 700 milljarðar dala og ætlað til bjargar fjármálafyrirtækjum í vanda. Stærstur hluti lánsins, 13,4 milljarðar, verður veittur fljótlega en fjórir milljarðar til viðbótar ef þurfa þykir í febrúar. Bandaríska dagblaðið The New York Times hefur eftir aðalhagfræðingi Comerica Bank í Bandaríkjunum að þótt neyðarlánið geti fleytt báðum fyrirtækjunum yfir erfiðasta hjallann sem fram undan er sé of snemmt að segja til um hvort það dugi til. - jab Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
George W. Bush, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, greindi frá því í gær að stjórnvöld ætli að veita bandarísku bílaframleiðendunum General Motors og Chrysler neyðarlán sem eigi að forða þeim frá gjaldþroti. Bush sagði Bandaríkjamenn vilja koma bílaiðnaðinum til bjargar og sé aðkoma stjórnvalda eina leið þeirra nú um stundir. Hann vitnaði sömuleiðis til gagnrýnisradda bandarískra þingmanna frá í síðustu viku og lagði áherslu á að forsvarsmenn bílaframleiðendanna leggi fram drög að rekstraráætlun sem leiða fyrirtækin aftur að beinni og betri braut en þau eru nú stödd á. Forsvarsmenn Ford, sem leituðu upphaflega til stjórnvalda ásamt hinum fyrirtækjunum, sögðust geta keyrt á eigin fé enn um sinn. Lánið hljóðar upp á 17,4 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 2.100 milljarða íslenskra króna og verður tekið úr neyðarsjóði sem í eru 700 milljarðar dala og ætlað til bjargar fjármálafyrirtækjum í vanda. Stærstur hluti lánsins, 13,4 milljarðar, verður veittur fljótlega en fjórir milljarðar til viðbótar ef þurfa þykir í febrúar. Bandaríska dagblaðið The New York Times hefur eftir aðalhagfræðingi Comerica Bank í Bandaríkjunum að þótt neyðarlánið geti fleytt báðum fyrirtækjunum yfir erfiðasta hjallann sem fram undan er sé of snemmt að segja til um hvort það dugi til. - jab
Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent