Lífið

Íslendingar eyddu rúmum milljarði í bíóferðir

Astrópía var vinsælasta bíómyndin árið 2007.
Astrópía var vinsælasta bíómyndin árið 2007.

Íslendingar eru allra þjóða duglegastir að fara í bíó, og fer hvert mannsbarn að meðaltali 4,8 sinnum á ári í kvikmyndahús. Á síðasta ári keyptu landsmenn tæpa eina og hálfa milljón bíómiða fyrir 1.104.938.460 - rúman milljarð króna.

Í tilkynningu frá SMÁÍS kemur fram að aðsóknin jókst um tvö prósent frá árinu 2006. Íslenskar myndir hafa um níu prósent markaðshluteild, og voru þrjár íslenskar myndir á listanum yfir 20 vinsælustu myndir ársins. Rúm áttatíu prósent seldra miða voru á bandarískar bíómyndir, en myndir frá öðrum löndum áttu um níu prósent af markaðnum.

Á hinum norðurlöndunum - þeim markaði sem er líkastur okkar eigin - er búist við að dragi saman í aðsókn, þó innlend framleiðsla haldi sínu striki. Þannig dróst til dæmis aðsókn saman um tíu prósent í Noregi. Í Bretlandi varð þó 8 prósenta aukning, og í Bandaríkjunum 10 prósent.

TEKJUHÆSTU MYNDIRNAR 2007
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.