Viðskiptavinir Kaupþings á Mön fá greitt upp í innistæður sínar 17. desember 2008 10:26 Þeir íbúar eyjunnar Mön sem áttu innistæður hjá Singer & Friedlander, banka Kaupþings á Bretlandseyjum, fá greidd 1.000 pund, eða 175 þúsund kr., hver ef tillaga um greiðsluna verður samþykt á þingi eyjunnar. Stjórnvöld á Mön hafa lagt fram tillögu um þessa greiðslu sem kæmi til útborgunar eftir áramótin ef þing eyjunnar samþykkir hana. Í frétt um málið í The Financial Times segir að tillagan komi til umræðu á þingi eyjunnar í þessari viku. Stjórnvöld vilja fá áð nota 11 milljón pund úr sameiginlegum sjóðum eyjabúa til að standa undir þessum greiðslum til viðskiptavina Kaupþings. Allan Bell fjármálaráðherra Manar segir í samtali við FT að þessi upphafsgreiðsla sé kannski ekki stór í sniðum en fyrir fátækari viðskiptavini Kaupþings sem áttu ekki stórar upphæðir í bankanum gæti hún verið kærkomin búbót. Lögmaður þeirra eyjabúa sem áttu innistæður hjá Kaupþingi og eru að undirbúa málssókn gegn bankanum segir að þessi greiðsla frá stjórnvöldum væri..."eins og dropi í hafið". Um 8.000 íbúar á Mön áttu samtals 821 milljón punda eða um 140 milljarða kr. inni hjá Singer & Friedlander þegar bankinn fór í þrot fyrr í vetur. Mest lesið Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Þeir íbúar eyjunnar Mön sem áttu innistæður hjá Singer & Friedlander, banka Kaupþings á Bretlandseyjum, fá greidd 1.000 pund, eða 175 þúsund kr., hver ef tillaga um greiðsluna verður samþykt á þingi eyjunnar. Stjórnvöld á Mön hafa lagt fram tillögu um þessa greiðslu sem kæmi til útborgunar eftir áramótin ef þing eyjunnar samþykkir hana. Í frétt um málið í The Financial Times segir að tillagan komi til umræðu á þingi eyjunnar í þessari viku. Stjórnvöld vilja fá áð nota 11 milljón pund úr sameiginlegum sjóðum eyjabúa til að standa undir þessum greiðslum til viðskiptavina Kaupþings. Allan Bell fjármálaráðherra Manar segir í samtali við FT að þessi upphafsgreiðsla sé kannski ekki stór í sniðum en fyrir fátækari viðskiptavini Kaupþings sem áttu ekki stórar upphæðir í bankanum gæti hún verið kærkomin búbót. Lögmaður þeirra eyjabúa sem áttu innistæður hjá Kaupþingi og eru að undirbúa málssókn gegn bankanum segir að þessi greiðsla frá stjórnvöldum væri..."eins og dropi í hafið". Um 8.000 íbúar á Mön áttu samtals 821 milljón punda eða um 140 milljarða kr. inni hjá Singer & Friedlander þegar bankinn fór í þrot fyrr í vetur.
Mest lesið Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira