Innlent

Stjórn IMF fundar um beiðni Íslendinga

Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins tekur nú fyrir beiðni Íslands um lán á fundi sínum. Ráðgert var að fundurinn hæfist klukkan 20 að íslenskum tíma.

Íslenskt efnhagslíf þarf á fimm milljörðum dollara að halda að mati ríkisstjórnarinnar. Sú upphæð jafngildir um 700 milljörðum króna miðað við Seðlabankagengi.

Íslendingar óskuðu eftir tveggja milljarða dollara láni frá sjóðnum.

Óvíst er hversu langan tíma fundurinn tekur en talið er að niðurstaða muni liggja fyrir milli klukkan ellefu og tólf í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×