Eftirlit með skuldatryggingum í athugun vestanhafs 25. september 2008 11:13 Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna hefur nú í hyggju að setja reglur yfir markað með skuldatryggingar. Eftirlitsaðilar að skuldatryggingar séu jafnvel viðkvæmari fyrir því að vera nýttar í vafasömum tilgangi en skortsala. Greining Glitnis fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að tryggingarnar voru upphaflega hannaðar til að vernda banka gegn útlánatapi en eru taldar hafa hrundið af stað verðfalli á hlutum í fjármálafyrirtækjum á Wall Street og þar með flýtt fyrir gjaldþroti Lehman Brothers og yfirtöku bandaríska ríkisins á AIG fyrir skömmu. Hækkun á skuldatryggingum fyrirtækjanna þrýsti niður hlutabréfaverði þeirra, rýrði fjármagn þeirra og leiddi til þess að matsfyrirtæki íhuguðu að lækka lánshæfismat sitt á viðkomandi fyrirtækjum. Áhyggjur af stöðu fyrirtækjanna urðu þannig mjög ýktar og úr takti við raunverulega stöðu þeirra. Líkt og í þeim tilfellum þar sem skortstöðum er beitt til að veðja á fall hlutabréfaverðs er hægt að beita skuldatryggingum til að veðja á hrun fyrirtækja og um leið hraða mögulega þeirri þróun. Ýmsir markaðsaðilar vestra telja að skuldatryggingarnar lifi nú sjálfstæðu lífi og endurspegli ekki stöðu skuldara eins og ætlast var til í upphafi. Sömuleiðis hefur skuldatryggingaálag á þau fyrirtæki sem orðið hafa gjaldþrota í Bandaríkjunum sjaldnast endurspeglað það sem koma skyldi nema rétt allra síðustu dagana fyrir hrun þeirra Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna hefur nú í hyggju að setja reglur yfir markað með skuldatryggingar. Eftirlitsaðilar að skuldatryggingar séu jafnvel viðkvæmari fyrir því að vera nýttar í vafasömum tilgangi en skortsala. Greining Glitnis fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að tryggingarnar voru upphaflega hannaðar til að vernda banka gegn útlánatapi en eru taldar hafa hrundið af stað verðfalli á hlutum í fjármálafyrirtækjum á Wall Street og þar með flýtt fyrir gjaldþroti Lehman Brothers og yfirtöku bandaríska ríkisins á AIG fyrir skömmu. Hækkun á skuldatryggingum fyrirtækjanna þrýsti niður hlutabréfaverði þeirra, rýrði fjármagn þeirra og leiddi til þess að matsfyrirtæki íhuguðu að lækka lánshæfismat sitt á viðkomandi fyrirtækjum. Áhyggjur af stöðu fyrirtækjanna urðu þannig mjög ýktar og úr takti við raunverulega stöðu þeirra. Líkt og í þeim tilfellum þar sem skortstöðum er beitt til að veðja á fall hlutabréfaverðs er hægt að beita skuldatryggingum til að veðja á hrun fyrirtækja og um leið hraða mögulega þeirri þróun. Ýmsir markaðsaðilar vestra telja að skuldatryggingarnar lifi nú sjálfstæðu lífi og endurspegli ekki stöðu skuldara eins og ætlast var til í upphafi. Sömuleiðis hefur skuldatryggingaálag á þau fyrirtæki sem orðið hafa gjaldþrota í Bandaríkjunum sjaldnast endurspeglað það sem koma skyldi nema rétt allra síðustu dagana fyrir hrun þeirra
Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira