Erlent

Bush ekki á landsþing repúblikana vegna Gústafs

Hvorki George Bush Bandaríkjaforseti né Dick Cheney varaforseti munu taka þátt í landsþingi Repúblikanaflokksins sem hefst í Minnesota á morgun. Frá þessu greindi talsmaður Hvíta hússins í dag.

Ástæðan er sú að báðir vilja þeir vera á vaktinni þegar fellibylurinn Gústaf gengur á land við suðurströnd Bandaríkjanna á morgun. Báðir voru þeir harðlega gagnrýndir fyrir viðbrögðin þegar fellibylurinn Katrín gekk yfir New Orleans fyrir þremur árum með tilheyrandi eyðileggingu og vilja þeir ekki að slíkt endurtaki sig.

Úlit er fyrir að Gústaf muni skyggja nokkuð á landsþingið en þar á John McCain að taka formlega við tilnefningu sem forsetaefni flokksins. McCain hefur nú lýst því yfir að þingið verði hugsanlega stytt skapist hamfaraástand í Suðurríkjunum. ,,Það er ekki viðeigandi að halda veislu ef það verða hörmungar af völdum náttúruhamfara," sagði McCain í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×