Innlent

Fimm stöðvaðir með fölsuð vegabréf í Leifsstöð

Fimm útlendingar eru nú í haldi lögreglu á Suðurnesjum eftir að hafa framvísað fölsuðum vegabréfum í Leifsstöð. Fólkið á það allt sammerkt að hafa verið á leið til Kanada og hefur það verið stöðvað í síðastliðinni viku.  Eyjólfur Kristjánsson, hjá lögreglunni á Suðurnesjum segist halda að um tilviljun sé að ræða að svo margir séu teknir á leiðinni til Kanada.

„Þeir hafa verið að detta inn einn og einn í þessari viku, segir Eyjólfur Kristjánsson, fulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum. „Þeir eru greinilega á leiðinni til Kanada og það er búið að vera talsvert áreiti síðsustu daga."

Aðspurður hvort tilfelli af þessu taginu hafi verið að aukast síðustu misserin segist Eyjólfur telja að þessi aukning í vikunni sé tilfallandi. „Það er óvenjulegt að svona margir séu teknir í einu, en síðan gerist kannski ekkert í nokkra mánuðir. Mennirnir sem nú eru í haldi eru frá Indlandi, Erítreu, Pakistan, Súrínam og Angóla.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×