Fimm ára þrautaganga Drífa Snædal skrifar 11. september 2008 05:00 Ef vilji er fyrir hendi hjá meirihluta Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks er hægt að bæta stöðu kvenna sem verða fyrir heimilisofbeldi umtalsvert áður en þingi lýkur á föstudag. Fyrir fimm árum síðan lagði Kolbrún Halldórsdóttir í fyrsta sinn fram frumvarp um brottvísun og heimsóknarbann að fyrirmynd austurrískra laga. Töluverðar umræður fóru þá fram um lögin og félagasamtök rómuðu frumvarpið sem skref í átt að auknu öryggi kvenna á heimilum. Með frumvarpinu var lagt til úrræði til að vernda þá sem verða fyrir ofbeldi með því að fjarlægja ofbeldismenn af heimilinu og banna heimsóknir á heimilið og nánasta umhverfi þess í tíu daga til þrjá mánuði. Lögreglan fengi vald til að koma á þessu tímabundna nálgunarbanni. Þrátt fyrir jákvæðar umsagnir og góðar ábendingar sem tekið var tillit til við áframhaldandi vinnslu frumvarpsins hefur það ekki enn fengist samþykkt. Síðast var það flutt árið 2006 sem sjálfstætt frumvarp og í fyrra var málinu vísað til ríkisstjórnarinnar. Síðan hefur ekkert gerst. Frumvarpið hefur verið í fimm ár til umfjöllunar hjá stjórnvöldum en niðurstaðan er sú að engra breytinga er að vænta af hálfu ríkisstjórnarinnar. Ég er ekki viss um að þær konur hverra öryggi er ógnað dag hvern og fylla þröngt húsnæði Kvennaathvarfsins á meðan ofbeldismennirnir geta um frjálst höfuð strokið séu sammála þessu. Né þær konur sem hafa nægan styrk til að sækja um nálgunarbann og fá höfnun frá dómstólum af því það er „of íþyngjandi" fyrir ofbeldismennina að mega ekki halda áfram að beita ofbeldi. Nú liggur tæknilegt frumvarp dómsmálaráðherra fyrir þinginu og Kolbrún Halldórsdóttir leggur til austurrísku leiðina í breytingatillögu við það frumvarp. Enn og aftur fær þingið tækifæri til að leiða austurrísku leiðina í lög hér á landi. Málið hefur verið til umfjöllunar í fimm ár og tæknilegar afsakanir ekki lengur teknar til greina. Höfundur er framkvæmdastýra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Kofahöfuðborg heimsins Fastir pennar Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Klám Guðmundur Brynjólfsson Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson Skoðun Skattaafslættir Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Sjá meira
Ef vilji er fyrir hendi hjá meirihluta Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks er hægt að bæta stöðu kvenna sem verða fyrir heimilisofbeldi umtalsvert áður en þingi lýkur á föstudag. Fyrir fimm árum síðan lagði Kolbrún Halldórsdóttir í fyrsta sinn fram frumvarp um brottvísun og heimsóknarbann að fyrirmynd austurrískra laga. Töluverðar umræður fóru þá fram um lögin og félagasamtök rómuðu frumvarpið sem skref í átt að auknu öryggi kvenna á heimilum. Með frumvarpinu var lagt til úrræði til að vernda þá sem verða fyrir ofbeldi með því að fjarlægja ofbeldismenn af heimilinu og banna heimsóknir á heimilið og nánasta umhverfi þess í tíu daga til þrjá mánuði. Lögreglan fengi vald til að koma á þessu tímabundna nálgunarbanni. Þrátt fyrir jákvæðar umsagnir og góðar ábendingar sem tekið var tillit til við áframhaldandi vinnslu frumvarpsins hefur það ekki enn fengist samþykkt. Síðast var það flutt árið 2006 sem sjálfstætt frumvarp og í fyrra var málinu vísað til ríkisstjórnarinnar. Síðan hefur ekkert gerst. Frumvarpið hefur verið í fimm ár til umfjöllunar hjá stjórnvöldum en niðurstaðan er sú að engra breytinga er að vænta af hálfu ríkisstjórnarinnar. Ég er ekki viss um að þær konur hverra öryggi er ógnað dag hvern og fylla þröngt húsnæði Kvennaathvarfsins á meðan ofbeldismennirnir geta um frjálst höfuð strokið séu sammála þessu. Né þær konur sem hafa nægan styrk til að sækja um nálgunarbann og fá höfnun frá dómstólum af því það er „of íþyngjandi" fyrir ofbeldismennina að mega ekki halda áfram að beita ofbeldi. Nú liggur tæknilegt frumvarp dómsmálaráðherra fyrir þinginu og Kolbrún Halldórsdóttir leggur til austurrísku leiðina í breytingatillögu við það frumvarp. Enn og aftur fær þingið tækifæri til að leiða austurrísku leiðina í lög hér á landi. Málið hefur verið til umfjöllunar í fimm ár og tæknilegar afsakanir ekki lengur teknar til greina. Höfundur er framkvæmdastýra.
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun