Tesco finnur fyrir samkeppninni frá Iceland 10. desember 2008 10:31 Þekktasta stórmarkaðakeðja Bretlands, Tesco, finnur nú verulega fyrir samkeppninni við lágvörukeðjur á borð við Iceland og Aldi í Bretlandi. Söluaukningin hjá Iceland á síðustu þremur mánuðum nemur 11% en keðjan er að stórum hluta í eigu Baugs. Ástæðan fyrir framgangi Iceland og Aldi er fjármálakreppan sem hefur gert það að verkum að neytendur hafa minna fé milli handanna en áður og reyna hvað þeir geta að spara við sig í innkaupum. Samkvæmt umfjöllun í blaðinu Guardian hefur rannsóknarstofnunin TNS Worldpanel gert könnun sem sýnir mikinn framgang hjá lágvöruverslunum á kostnað þeirra sem eru í dýrari kantinum. TNS kannaði þriggja mánaða tímabil til enda nóvember. Í ljós kom að söluaukningin var mest hjá Aldi eða eða 25% en næst á eftir kom Iceland með 11% aukningu. Á móti varð aukningin hjá Tesco 4,3% og þess er getið að markaðhlutdeild þeirra hafi minnkað úr 31,6% í ágúst og niður í 30,9% nú. Fyrir utan Tesco hafa keðjur á borð við Sommerfield og Waitrose einnig tapað umtalsverðum viðskiptum til Aldi og Iceland. Mest lesið Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sunna ráðin nýr viðskiptastjóri Regus á Akureyri Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Þekktasta stórmarkaðakeðja Bretlands, Tesco, finnur nú verulega fyrir samkeppninni við lágvörukeðjur á borð við Iceland og Aldi í Bretlandi. Söluaukningin hjá Iceland á síðustu þremur mánuðum nemur 11% en keðjan er að stórum hluta í eigu Baugs. Ástæðan fyrir framgangi Iceland og Aldi er fjármálakreppan sem hefur gert það að verkum að neytendur hafa minna fé milli handanna en áður og reyna hvað þeir geta að spara við sig í innkaupum. Samkvæmt umfjöllun í blaðinu Guardian hefur rannsóknarstofnunin TNS Worldpanel gert könnun sem sýnir mikinn framgang hjá lágvöruverslunum á kostnað þeirra sem eru í dýrari kantinum. TNS kannaði þriggja mánaða tímabil til enda nóvember. Í ljós kom að söluaukningin var mest hjá Aldi eða eða 25% en næst á eftir kom Iceland með 11% aukningu. Á móti varð aukningin hjá Tesco 4,3% og þess er getið að markaðhlutdeild þeirra hafi minnkað úr 31,6% í ágúst og niður í 30,9% nú. Fyrir utan Tesco hafa keðjur á borð við Sommerfield og Waitrose einnig tapað umtalsverðum viðskiptum til Aldi og Iceland.
Mest lesið Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sunna ráðin nýr viðskiptastjóri Regus á Akureyri Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira