Viðskipti innlent

Segja að símafélagið DNA vilji kaupa Novator út úr Elisa

DNA sem er þriðja stærsta símafyrirtæki Finnlands er sagt hafa áhuga á því að kaupa hlut Novators í símafélaginu Elisa. Þetta kemur fram í dagblaðinu Helsingin Sanomat í dag.

Blaðið tilgreinir ónafngreinda heimildarmenn fyrir þessari frétt en Jan-Erik Frostdahl forstjóri DNA neitaði að svara spurningum blaðsins málið.

Sem stendur á DNA 5,2% í Elisa og er þar með nærststærsti hluthafinn á eftir Novator sem á rúmlega 10% og er stærsti hluthafinn. Sem kunnugt er á Björgólfur Thor Björgólfsson Novator.

Fram kemur í finnska blaðinu að talsmaður Novators hafi sagt að engar viðræður hafi átt sér stað milli þeirra og DNA um kaupin.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×