Viðskipti erlent

Hagfræðingar í Bandaríkjunum óttast verðhjöðnun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ben Bernanke seðlabankastjóri Bandaríkjanna.
Ben Bernanke seðlabankastjóri Bandaríkjanna.
Hagfræðingar í Bandaríkjunum eru farnir að hafa verulegar áhyggjur af verðhjöðnun. Það er andstæðan við verðbólgu og einkennist slíkt ástand af miklum verðlækkunum, en einnig miklum launalækkunum, atvinnuleysi og lömuðu efnahagslífi. Það var ekki síst til að bregðast við þessu ástandi, sem Ben Bernanke, seðlabankastjóri í Bandaríkjunum, lækkaði stýrivexti niður í 0 í síðustu viku.

Reuters fréttastofan fjallar um verðhjöðnun í dag og segir að slíkt ástand hafi verið eitt helsta aðalviðfangsefnið til að glíma við í Kreppunni miklu á fjórða áratug síðustu aldar og í kreppunni í Asíu á tíunda áratug síðustu aldar.

Reuters segir að margir hagfræðingar kunni vel að meta þann slag sem Bernanke er tilbúinn að taka gegn verðhjöðnun. Þeir segja að hann sé frekar tilbúinn til þess að taka slaginn við verðbólgu heldur en verðhjöðnun. Þetta sé eðlilegt því mögulegt sé að hafa hemil á verðbólgunni til langs tíma en verðhjöðnun geti verið verulega mikill skaðvaldur.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×