Vill helst spila á Akureyri 3. september 2008 10:02 Árni er kominn heim í heiðardalinn og vonast til þess að spila með Akureyri í vetur. mynd/ole nielsen Handknattleikskappinn Árni Þór Sigtryggsson er enn án félags þegar stutt er í að Íslandsmótið hefjist. Hann er búsettur á Akureyri, er byrjaður þar í skóla og segist helst kjósa að spila þar. Það muni þó skýrast á næstu dögum. Mörg félög í N1-deild karla bítast um að fá örvhentu skyttuna Árna Þór Sigtryggsson í raðir sínar fyrir næsta tímabil og nægir þar að nefna félög á borð við Val og HK. Árni Þór sneri heim í sumar eftir skamma dvöl á Spáni og hefur verið búsettur í uppeldisbæ sínum, Akureyri, síðan hann kom heim. Hefur hann verið að æfa með Akureyrarliðinu og spilaði einnig með þeim á opna Reykjavíkurmótinu um síðustu helgi. „Það var alltaf fyrsti kostur hjá mér að spila með Akureyri og er það í raun enn," sagði Árni Þór sem hefur þó ekki enn fengist til þess að skrifa undir samning við félagið. „Það er verið að vinna í því að hafa alvöru lið hérna heima. Ef það gengur upp þá geri ég fastlega ráð fyrir því að vera hérna áfram. Við erum með ágætis lið en vantar samt styrkingu. Mér skilst að það sé allt að gerast og vonandi gengur það eftir. Það er víst verið að skoða einhverja útlendinga," sagði Árni Þór og bætir við að lítil stemning sé fyrir því meðal heimamanna að senda lið til þess eins að vera með. Akureyri hefur misst nokkuð af mönnum í sumar og þar á meðal skytturnar Magnús Stefánsson og Einar Loga Friðjónsson. Árni Þór er byrjaður í skóla á Akureyri en hann á eitt og hálft ár eftir af verkfræðinámi sem hann stefnir á að klára eins fljótt og mögulegt er. Hann yrði líklega að fórna önninni ef hann ákvæði að fara suður til þess að spila handbolta en enginn skortur er á tilboðum að sunnan. „Það eru vissulega möguleikar í stöðunni fyrir mig. Það er samt allt í skoðun og vonandi skýrast málin sem allra fyrst. Vonandi get ég einnig spilað hér heima fyrir mitt lið og mitt fólk," sagði Árni Þór. henry@frettabladid.is Olís-deild karla Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi Sjá meira
Handknattleikskappinn Árni Þór Sigtryggsson er enn án félags þegar stutt er í að Íslandsmótið hefjist. Hann er búsettur á Akureyri, er byrjaður þar í skóla og segist helst kjósa að spila þar. Það muni þó skýrast á næstu dögum. Mörg félög í N1-deild karla bítast um að fá örvhentu skyttuna Árna Þór Sigtryggsson í raðir sínar fyrir næsta tímabil og nægir þar að nefna félög á borð við Val og HK. Árni Þór sneri heim í sumar eftir skamma dvöl á Spáni og hefur verið búsettur í uppeldisbæ sínum, Akureyri, síðan hann kom heim. Hefur hann verið að æfa með Akureyrarliðinu og spilaði einnig með þeim á opna Reykjavíkurmótinu um síðustu helgi. „Það var alltaf fyrsti kostur hjá mér að spila með Akureyri og er það í raun enn," sagði Árni Þór sem hefur þó ekki enn fengist til þess að skrifa undir samning við félagið. „Það er verið að vinna í því að hafa alvöru lið hérna heima. Ef það gengur upp þá geri ég fastlega ráð fyrir því að vera hérna áfram. Við erum með ágætis lið en vantar samt styrkingu. Mér skilst að það sé allt að gerast og vonandi gengur það eftir. Það er víst verið að skoða einhverja útlendinga," sagði Árni Þór og bætir við að lítil stemning sé fyrir því meðal heimamanna að senda lið til þess eins að vera með. Akureyri hefur misst nokkuð af mönnum í sumar og þar á meðal skytturnar Magnús Stefánsson og Einar Loga Friðjónsson. Árni Þór er byrjaður í skóla á Akureyri en hann á eitt og hálft ár eftir af verkfræðinámi sem hann stefnir á að klára eins fljótt og mögulegt er. Hann yrði líklega að fórna önninni ef hann ákvæði að fara suður til þess að spila handbolta en enginn skortur er á tilboðum að sunnan. „Það eru vissulega möguleikar í stöðunni fyrir mig. Það er samt allt í skoðun og vonandi skýrast málin sem allra fyrst. Vonandi get ég einnig spilað hér heima fyrir mitt lið og mitt fólk," sagði Árni Þór. henry@frettabladid.is
Olís-deild karla Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi Sjá meira