NBA í nótt: Shaq öflugur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. desember 2008 09:15 Shaq var öflugur í nótt. Nordic Photos / Getty Images Phoenix átti ekki í vandræðum með Oklahoma í NBA-deildinni í nótt þrátt fyrir fjarveru Steve Nash og villuvandræði Amare Stoudemire, þökk sé Shaquille O'Neal. Phoenix vann leikinn, 110-102, en Nash gat aðeins spilað í níu mínútur í leiknum vegna bakmeiðsla og Stoudemire gat lítið beitt sér í leiknum. „Þegar að Nash fór af velli og Amare lenti í vandræðum þurfti Shaq í rauninni að gerast leikstjórnandi liðsins og aðalskorari á tímapunkti," sagði Terry Porter, þjálfari Phoenix, eftir leikinn en Shaq skoraði 28 stig í leiknum og tók tólf fráköst. Alls hitti hann úr tíu af tólf skotum sínum utan af velli. Hann færði sig upp í níunda sæti á lista stigahæstu leikmanna deildarinnar frá upphafi, upp fyrir Dominique Wilkins. „Þetta er það sem ég hef sagt þeim allt tímabilið. Ég get enn náð svona góðum tölum. Menn virðast stundum halda að ég geti þetta ekki lengur vegna þess að ég er orðinn 35 ára gamall," sagði O'Neal eftir leik. Jason Richardson skoraði 20 stig fyrir Phoenix og Matt Barnes nítján. Hjá Oklahoma var Russell Westbrook stigahæstur með 31 stig og Jeff Green kom næstur með 22. Golden State vann Toronto, 117-111. Stephen Jackson skoraði 30 stig fyrir Golden State og Marco Belinelli 23. Detroit vann Orlando, 88-82. Rodney Stuckey skoraði nítján stig fyrir Detroit sem vann sinn fjórða sigur á Orlando í röð. Atlanta vann Denver, 109-91. Joe Johnson skoraði 25 stig fyrir Atlanta. Chicago vann New Jersey, 100-87. Nýliðinn Derrick Rose var með 21 stig og þrettán stoðsendingar fyrir Chicago. Ben Gordon var stigahæstur með 24 stig. Minnesota vann Memphis, 108-98, í framlengdum leik. Al Jefferson skoraði 38 stig fyrir Minnesota, þar af níu í framlengingunni. Hann tók einnig sextán fráköst í leiknum. Washington vann Houston, 89-87. Antawn Jamison skoraði 30 stig og Andray Blatche sextán auk þess sem hann tók átta fráköst. Þetta var fyrsti sigur Washington á útivelli í síðustu sex útileikjum sínum. Utah vann Philadelphia, 112-95. Deron Williams var með 27 stig fyrir Utah. Staðan í deildinni. NBA Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sjá meira
Phoenix átti ekki í vandræðum með Oklahoma í NBA-deildinni í nótt þrátt fyrir fjarveru Steve Nash og villuvandræði Amare Stoudemire, þökk sé Shaquille O'Neal. Phoenix vann leikinn, 110-102, en Nash gat aðeins spilað í níu mínútur í leiknum vegna bakmeiðsla og Stoudemire gat lítið beitt sér í leiknum. „Þegar að Nash fór af velli og Amare lenti í vandræðum þurfti Shaq í rauninni að gerast leikstjórnandi liðsins og aðalskorari á tímapunkti," sagði Terry Porter, þjálfari Phoenix, eftir leikinn en Shaq skoraði 28 stig í leiknum og tók tólf fráköst. Alls hitti hann úr tíu af tólf skotum sínum utan af velli. Hann færði sig upp í níunda sæti á lista stigahæstu leikmanna deildarinnar frá upphafi, upp fyrir Dominique Wilkins. „Þetta er það sem ég hef sagt þeim allt tímabilið. Ég get enn náð svona góðum tölum. Menn virðast stundum halda að ég geti þetta ekki lengur vegna þess að ég er orðinn 35 ára gamall," sagði O'Neal eftir leik. Jason Richardson skoraði 20 stig fyrir Phoenix og Matt Barnes nítján. Hjá Oklahoma var Russell Westbrook stigahæstur með 31 stig og Jeff Green kom næstur með 22. Golden State vann Toronto, 117-111. Stephen Jackson skoraði 30 stig fyrir Golden State og Marco Belinelli 23. Detroit vann Orlando, 88-82. Rodney Stuckey skoraði nítján stig fyrir Detroit sem vann sinn fjórða sigur á Orlando í röð. Atlanta vann Denver, 109-91. Joe Johnson skoraði 25 stig fyrir Atlanta. Chicago vann New Jersey, 100-87. Nýliðinn Derrick Rose var með 21 stig og þrettán stoðsendingar fyrir Chicago. Ben Gordon var stigahæstur með 24 stig. Minnesota vann Memphis, 108-98, í framlengdum leik. Al Jefferson skoraði 38 stig fyrir Minnesota, þar af níu í framlengingunni. Hann tók einnig sextán fráköst í leiknum. Washington vann Houston, 89-87. Antawn Jamison skoraði 30 stig og Andray Blatche sextán auk þess sem hann tók átta fráköst. Þetta var fyrsti sigur Washington á útivelli í síðustu sex útileikjum sínum. Utah vann Philadelphia, 112-95. Deron Williams var með 27 stig fyrir Utah. Staðan í deildinni.
NBA Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sjá meira