Erlent

Skutu á lögreglu á flótta úr ráni í Svíþjóð

Sænska lögreglan. Úr myndasafni.
Sænska lögreglan. Úr myndasafni. MYND/ENEX

Skotið var á lögreglu í ómerktum bíl í Svíþjóð í morgun þar sem hún elti bankaræningja. Engan sakaði í skothríðinni.

Ræningjarnir, sem voru þrír eða fjórir, ruddust inn í útibú Nordea í bænum Årjäng, skammt frá landamærunum að Noregi, vopnaðir sjálfvirkum byssum, vélsög og sleggju. Þeir höfðu skömmu áður ráðist inn í útbú Westra Wermlands Sparbank skammt þar frá en það reyndist tómt enda var því lokað í síðustu viku.

Þeir færðu sig því um set en ekki liggur fyrir hversu mikið þeir höfðu á brott með sér. Lögregla segir mennina á silfurgráum Volvo og er þeirra leitað meðal annars með aðstoð þyrlna. Þá hefur norsku lögreglunni verið gert viðvart.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×