Viðskipti erlent

G20 funda í Washington

Hvíta húsið.
Hvíta húsið.

Fundur leiðtoga tuttugu ríkja og fulltrúa helstu alþjóðastofnana um alheimskreppuna hófst í Washington í gærkvöldi með kvöldverði í Hvíta húsinu í boði George Bush, fráfarandi Bandaríkjaforseta.

Fundað verður um efnahagsástandið í dag og á morgun. Sérfræðingar segja að hér geti verið um tímamótafund að ræða en kreppan sem nú blasi við efnahagskerfi heimsins sé sú versta frá því á fjórða áratug síðustu aldar. Verkefni fundarmanna er að finna leiðir til að forða frekari niðursveiflu og að gera tillögur um hvernig forða megi hruni í framtíðinni. Ekki eru þó taldar líkur á að miklar breytingar verði gerðar á fjármálakerfi heimsins.

Fundarmenn eru ekki sammála um næstu skref. Leiðtogar Evrópuríkja vilja strangar reglur um starfsemi á mörkuðum heims en Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra vilja hófsamari endurbætur. Barack Obama, verðandi Bandaríkjaforseti, situr ekki fundinn og vekur það spurningar um hvort þær tillögur sem Bush samþykki verði hluti af aðgerðaráæltun Obama þegar hann tekur við í janúar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×