Lífið

Eiginkona stjörnukokks nagar hitapoka

Jools, eiginkona stjörnukokksins Jamie Oliver, gengur með þriðja barn þeirra hjóna. Matarvenjur hennar ku vera með óvenjulegra móti á meðgöngunni.

„Hún er átsmaskína, og ég gef henni að borða," sagði Jamie í viðtali hjá David Letterman á dögunum. Hann sagði eiginkonuna sækja mikið í mat sem hún kannaðist við úr barnæsku, fiskbúðing og banana með vegemite. „Svo fer hún í byggingarvöruverslanir og kaupir hitapoka úr gúmmí og tyggur þá," bætti hann við.

Parið á fyrir dæturnar Poppy Honey, sem er sex ára, og Daisy Boo, sem er fimm ára. Þriðja barnið fæðist í mars, og vonar Jamie innilega að það verði drengur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.