Viðskipti innlent

Tryggingamiðstöðin fjárfesti fyrir 500 milljónir í Glitni

Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Glitnis.
Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Glitnis.

Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Glitnis banka, fjárfesti í gær fyrir 100 milljónir að nafnvirði í skuldafjárútboði bankans. Einnig keypti Tryggingamiðstöðin skuldabréf fyrir 500 milljónir að nafnvirði. Tryggingamiðstöðin er í eigu FL Group og er Jón Sigurðsson forstjóri félagsins vararformaður stjórnar Glitnis þar sem FL Group er langstærsti hluthafinn með rúmlega 30% hlut. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×