Viðskipti innlent

3G punginn með í bústaðinn

Tölvupungurinn frá Nova.
Tölvupungurinn frá Nova.

Sumarbústaðasvæðin í Grímsnesi, Biskupstungum, á Flúðum og Þingvöllum eru nú öll tengd 3G háhraðaneti Nova. Nýstárleg, færanleg nettenging fyrir fartölvur - 3G pungurinn - tengist fartölvunni sjálfri og hana er auðvelt að taka með í bústaðinn um páskana fyrir þá sem vilja vera nettengdir í fríinu.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Þar segir einnig að 3G pungurinn sé lítið tæki (á stærð við eldspýtustokk) sem er stungið í USB tengi fartölvunnar.

Með 3G punginn í fartölvunni verður Ísland allt að einum heitum reit, hægt er að tengjast netinu hvar sem er. Tengingin virkar um allt land, jafnt innandyra sem utan - og líka í strætó. Hraðinn er langmestur á 3G kerfi Nova sem nú nær um allt höfuðborgarsvæðið, Reykjanes og áðurnefnd sumarbústaðasvæði. Einnig er hægt að komast á netið með 3G pungnum á GSM svæði um land allt.

Margfalt lægra verð á netþjónustu hjá Nova

Nova leggur áherslu á að netið eigi að vera aðgengilegt öllum og því kostar nettenging fyrir fartölvu með 3G pungnum 1.990 kr. á mánuði með 1 GB af gagnamagni inniföldu, en það er margfalt lægra verð en hjá samkeppnisaðilum Nova. Stofnkostnaður vegna 3G pungsins er 0 kr. hjá Nova en er 10.900 - 29.900 kr. hjá Símanum og 18.900 kr. hjá Vodafone.

Internet fyrir fartölvur allt að 3 Mb/s hraði

Nova

1.990 kr. (Mánaðargjald)

1000 MB (Innifalin notkunMB)

25 kr. / MB (Umframnotkun)

Vodafone

1.990 kr. (Mánaðargjald)

300 MB (Innifalin notkunMB)

50 kr. / MB (Umframnotkun)

Síminn

2.990 kr. (Mánaðargjald)

450 MB (Innifalin notkunMB)

40 kr. / MB (Umframnotkun)

Um Nova

Nova er samskiptafyrirtæki sem tók til starfa 1.des 2007. Fyrirtækið sérhæfir sig í 3G farsíma- og netþjónustu. Nova býður nettengingar fyrir farsíma og fartölvur og leggur metnað sinn í að bjóða meiri hraða og lægra verð. Um 60 manns starfa hjá Nova, framkvæmdastjóri félagsins er Liv Bergþórsdóttir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×