Viðskipti erlent

Rogers hafði rétt fyrir sér

Bandaríski kaupsýslu- og ævintýramaðurinn Jim Rogers, sem ók um Ísland fyrir nokkrum árum, reyndist sannspár þegar hann spáði fyrir ári að olíuverð myndi hækka verulega eigi síðar en í ársbyrjun árið 2009.

Um miðjan janúar í fyrra spáði hann að frá því að hækkunin byrjaði myndi verðið fara upp í 150 dollara fyrir tunnuna fyrir árið 2013. Þegar hann sagði þetta var verðið 53 dollarar á tunnuna og trúðu margir að það myndi lækka aftur. Rogers sagðist leggja nafn sig og orðstí að veði fyrir þessari spá.

Í þessu sambandi er vert að rifja upp að hann spáði fyrir um mikla olíuhækkun árið 1999 og varð raunin sú að verðið hækkaði um 120 prósent. Á viðskiptavef Bloomberg benti Rogers á fyrir rúmu ári að ekki hefðu fundist nýjar olíulindir svo heitið gæti á síðustu 30 árum.

Á sama tíma hefði spurn eftir olíu aukist mikið, einkum vegna spurnar frá Kína og öðrum Asíulöndum. Reyndar ráðlagði Rogers fjárfestum að fjárfesta í hvers konar hrávörum vegna minnkandi framboðs og aukinnar eftirsprunar og er það nú komið á daginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×