Viðskipti erlent

Markaðir í Evrópu opnuðu í plús í morgun

Markaðir í Evrópu opnuðu í plús í morgun eftir slæman dag í gær. FTSE vísitalan í London hefur hækkað um 1,8% í fyrstu viðskiptum dagsins. Dax í Frankfurt er upp um 1,7% og Cac í París er 1,4% í plús.

Þessar hækkanir koma í kjölfar uppsveiflu á mörkuðunum í Asíu fyrr í morgun. Reiknað er með að Seðlabanki Bandaríkjanna muni lækka stýrivexti seinna í dag og er það talin ástæðan fyrir bjartsýni á mörkuðum í augnablikinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×