Magnús Stephensen: Ömurleg lífsreynsla að lenda í svona gjaldþroti 15. september 2008 15:30 Magnús Stephensen. Magnús Stephensen hluthafi og stjórnarmaður í XL Leisure Group , sem varð gjaldþrota í síðustu viku, segist ekki óska neinum þess að ganga í gegnum gjaldþrot af þessari stærðargráðu því það sé ömurleg lífsreynsla. „Ég vona að enginn þurfi að ganga í gegnum svona gjaldþrot af þessari stærðargráðu því það er ömurleg lífsreynsla og þá sérstaklega gagnvart þeim 1700 starfsmönnum sem misstu vinnuna," segir Magnús í samtali við Vísi. XL Leisure Group þarf ekki að óttast skaðabótamál frá strönduðum ferðalöngum þar sem félagið var tryggt gegn slíkum skallaföllum. „Við vorum fulltryggðir og þegar við vissum í hvað stefndi þá var hvert einasta skref í málinu tekið í full samráði við okkar lögfræðinga og bresk flugmálayfirvöld. Það er alveg ljóst að þeir ferðalangar sem urðu fyrir tjóni vegna gjaldþrotsins eru tryggðir í topp," segir Magnús og bætir við að stjórn félagsins hafi farið fram á að öll innkoma af sölu pakkaferða og farmiðasölu fáeinum dögum fyrir gjaldþrot yrði lagt inn á sérstakan reikning sem ekki yrði nýttur til rekstar. Þessir peningar verða endurgreiddir þeim ferðalöngum sem urðu fyrir skakkaföllum vegna gjaldþrotsins. Mikið hefur verið rætt og ritað um þá 26 milljarða ábyrgð sem Eimskip var í fyrir láni eigenda XL í Landsbankanum, ábyrgð sem feðgarnir Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor Björgólfsson tóku yfir og fellur nú á Eimskip. „Ég vil bara að það komi fram að við gerðum allt sem í okkar valdi stóð til að endurfjármagna fyrirtækið en því miður eru markaðsaðstæður þannig í dag að það reyndist ógerlegt," segir Magnús. Magnús var í hópnum sem keypti XL Leisure Group af Eimskip í lok október 2006 og kom nýr inn í stjórn fyrirtæksins í nóvember sama ár. Hvað varðar eigin stöðu segir Magnús að hann hafi aðeins verið lítill hluthafi en beri þó sínar skyldur og sína ábyrgð. „Ég tapaði peningum á þessu en sem betur fer hef ég líka verið í fjárfestingum annars staðar," segir Magnús. Aðspurður hvað taki við segir Magnús að nú liggi fyrir að eyða tíma með konu og börnum. Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Magnús Stephensen hluthafi og stjórnarmaður í XL Leisure Group , sem varð gjaldþrota í síðustu viku, segist ekki óska neinum þess að ganga í gegnum gjaldþrot af þessari stærðargráðu því það sé ömurleg lífsreynsla. „Ég vona að enginn þurfi að ganga í gegnum svona gjaldþrot af þessari stærðargráðu því það er ömurleg lífsreynsla og þá sérstaklega gagnvart þeim 1700 starfsmönnum sem misstu vinnuna," segir Magnús í samtali við Vísi. XL Leisure Group þarf ekki að óttast skaðabótamál frá strönduðum ferðalöngum þar sem félagið var tryggt gegn slíkum skallaföllum. „Við vorum fulltryggðir og þegar við vissum í hvað stefndi þá var hvert einasta skref í málinu tekið í full samráði við okkar lögfræðinga og bresk flugmálayfirvöld. Það er alveg ljóst að þeir ferðalangar sem urðu fyrir tjóni vegna gjaldþrotsins eru tryggðir í topp," segir Magnús og bætir við að stjórn félagsins hafi farið fram á að öll innkoma af sölu pakkaferða og farmiðasölu fáeinum dögum fyrir gjaldþrot yrði lagt inn á sérstakan reikning sem ekki yrði nýttur til rekstar. Þessir peningar verða endurgreiddir þeim ferðalöngum sem urðu fyrir skakkaföllum vegna gjaldþrotsins. Mikið hefur verið rætt og ritað um þá 26 milljarða ábyrgð sem Eimskip var í fyrir láni eigenda XL í Landsbankanum, ábyrgð sem feðgarnir Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor Björgólfsson tóku yfir og fellur nú á Eimskip. „Ég vil bara að það komi fram að við gerðum allt sem í okkar valdi stóð til að endurfjármagna fyrirtækið en því miður eru markaðsaðstæður þannig í dag að það reyndist ógerlegt," segir Magnús. Magnús var í hópnum sem keypti XL Leisure Group af Eimskip í lok október 2006 og kom nýr inn í stjórn fyrirtæksins í nóvember sama ár. Hvað varðar eigin stöðu segir Magnús að hann hafi aðeins verið lítill hluthafi en beri þó sínar skyldur og sína ábyrgð. „Ég tapaði peningum á þessu en sem betur fer hef ég líka verið í fjárfestingum annars staðar," segir Magnús. Aðspurður hvað taki við segir Magnús að nú liggi fyrir að eyða tíma með konu og börnum.
Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira