Innlent

Íslenski bílaflotinn einn sá stærsti

Í skýrslu starfshóps um heildarstefnumótun skattlagningar eldsneytis og ökutækja sem var kynnt fyrr í dag kemur fram að heildarfjöldi bifreiða hefur fjölgað umtalsvert á seinustu árum. Frá árinu 1990 var heildarfjöldi fólksbíla, hópbíla, vöru- og sendibíla hér á landi um 134.000 en í árslok 2007 voru þeir rúmlega 240.000.

Fjöldi fólksbíla var yfir 200.000 og hefur þeim fjölgað hlutfallslega hraðar en íbúar landsins og kemur fram í skýrslunni að þeir hafi verið 666 á hverja 1.000 íbúa árið 2007. Til samanburðar voru að meðaltali 460 bifreiðar á hverja 1.000 íbúa árið 2005 í aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins.

Bifreiðaeign hér á landi er þannig með því hæsta sem gerist í heiminum og í Evrópu eru t.a.m. einungis fleiri bílar miðað við fólksfjölda í Liechtenstein og Lúxemborg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×