Viðskipti erlent

Versti ársfjórðungur í sögu norska olíusjóðsins

Norski olíusjóðurinn tapaði 173 milljörðum norskra kr. á þriðja ársfjórðungi eða sem nemur um 3.500 milljörðum kr.. Er þetta þar með versti ársfjórðungur í sögu sjóðsins hvað taprekstur varðar.

Í frétt um málið á vefsíðunni E24.no segir að markaðsvirði sjóðsins við lok fjórðungsins hafi numið 2.120 milljörðum norskra kr. eða sem nemur nær 45.000 milljörðum kr..

Um 53% af eigum sjóðsins eru í hlutabréfum og er ástæða hins mikla taps nú að verð þeirra hefur lækkað töluvert í þeirri fjármálakreppu sem ríkir í heiminum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×