Mörg góðgerðarsamtök í klemmu vegna hruns íslensku bankanna 3. desember 2008 08:55 Tæplega 50 góðgerðarsamtök í Bretlandi eru í klemmu vegna hruns íslensku bankanna. Eitt þeirra,sjúkrahótelið Naomi House hefur þurft að leggja af heimahjúkrunarþjónustu við langveik og dauðvona börn vegna glataðra innistæðna hjá Singer & Friedlander banka Kaupþings í London. Fjallað er um málið á vefsíðu BBC. Þar er m.a. rætt við Sue George móður sem á átta ára stúlku, Holly, sem þjáist af ólæknandi lungnasjúkdómi. Þær mæðgur búa í Beedon í Berkshire og þar til nýlega gátu þær reitt sig á þjónustu Naomi House en ekki lengur. BBC segir að þær hljóti að vera tvær af saklausustu fórnarlömbum bankahrunsins á Íslandi. "Þetta hefur haft gífurleg áhrif á líf okkar," segir Sue George. "Ef neyðarástand skapast get ég ekki reitt mig á vini eða nágranna til að líta eftir Holly. Hún þarf á sérfræðiaðstoð að halda." Áður en Naomi House neyddist til að hætta heimahjúkrun sinni gátu Sue og Holly ætíð reitt sig á þjónustu hótelsins sem sendi strax hjúkrunarkonu á heimili þeirra ef eitthvað kom upp á. Í frétt BBC kemur fram að samkvæmt regnhlífarsamtökunum The Charity Finance Directors Group áttu 49 góðgerðarsamtök og stofnanir peninga inni á reikningum íslensku bankanna í Bretlandi. Mörg þeirra vilja ekki koma fram opinberlega af ótta við að slíkt myndi hræða stuðningsfólk sitt. HInsvegar hafa þessi samtök og stofnanir nú myndað stýrihóp og ætla í sameiningu að knýja bresk stjórnvöld til aðgerða í þeirra þágu strax. Það mun taka mánuði ef ekki ár að bíða eftir niðurstöðum úr skiptum á þrotabúum bankanna. Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Tæplega 50 góðgerðarsamtök í Bretlandi eru í klemmu vegna hruns íslensku bankanna. Eitt þeirra,sjúkrahótelið Naomi House hefur þurft að leggja af heimahjúkrunarþjónustu við langveik og dauðvona börn vegna glataðra innistæðna hjá Singer & Friedlander banka Kaupþings í London. Fjallað er um málið á vefsíðu BBC. Þar er m.a. rætt við Sue George móður sem á átta ára stúlku, Holly, sem þjáist af ólæknandi lungnasjúkdómi. Þær mæðgur búa í Beedon í Berkshire og þar til nýlega gátu þær reitt sig á þjónustu Naomi House en ekki lengur. BBC segir að þær hljóti að vera tvær af saklausustu fórnarlömbum bankahrunsins á Íslandi. "Þetta hefur haft gífurleg áhrif á líf okkar," segir Sue George. "Ef neyðarástand skapast get ég ekki reitt mig á vini eða nágranna til að líta eftir Holly. Hún þarf á sérfræðiaðstoð að halda." Áður en Naomi House neyddist til að hætta heimahjúkrun sinni gátu Sue og Holly ætíð reitt sig á þjónustu hótelsins sem sendi strax hjúkrunarkonu á heimili þeirra ef eitthvað kom upp á. Í frétt BBC kemur fram að samkvæmt regnhlífarsamtökunum The Charity Finance Directors Group áttu 49 góðgerðarsamtök og stofnanir peninga inni á reikningum íslensku bankanna í Bretlandi. Mörg þeirra vilja ekki koma fram opinberlega af ótta við að slíkt myndi hræða stuðningsfólk sitt. HInsvegar hafa þessi samtök og stofnanir nú myndað stýrihóp og ætla í sameiningu að knýja bresk stjórnvöld til aðgerða í þeirra þágu strax. Það mun taka mánuði ef ekki ár að bíða eftir niðurstöðum úr skiptum á þrotabúum bankanna.
Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira