Mörg góðgerðarsamtök í klemmu vegna hruns íslensku bankanna 3. desember 2008 08:55 Tæplega 50 góðgerðarsamtök í Bretlandi eru í klemmu vegna hruns íslensku bankanna. Eitt þeirra,sjúkrahótelið Naomi House hefur þurft að leggja af heimahjúkrunarþjónustu við langveik og dauðvona börn vegna glataðra innistæðna hjá Singer & Friedlander banka Kaupþings í London. Fjallað er um málið á vefsíðu BBC. Þar er m.a. rætt við Sue George móður sem á átta ára stúlku, Holly, sem þjáist af ólæknandi lungnasjúkdómi. Þær mæðgur búa í Beedon í Berkshire og þar til nýlega gátu þær reitt sig á þjónustu Naomi House en ekki lengur. BBC segir að þær hljóti að vera tvær af saklausustu fórnarlömbum bankahrunsins á Íslandi. "Þetta hefur haft gífurleg áhrif á líf okkar," segir Sue George. "Ef neyðarástand skapast get ég ekki reitt mig á vini eða nágranna til að líta eftir Holly. Hún þarf á sérfræðiaðstoð að halda." Áður en Naomi House neyddist til að hætta heimahjúkrun sinni gátu Sue og Holly ætíð reitt sig á þjónustu hótelsins sem sendi strax hjúkrunarkonu á heimili þeirra ef eitthvað kom upp á. Í frétt BBC kemur fram að samkvæmt regnhlífarsamtökunum The Charity Finance Directors Group áttu 49 góðgerðarsamtök og stofnanir peninga inni á reikningum íslensku bankanna í Bretlandi. Mörg þeirra vilja ekki koma fram opinberlega af ótta við að slíkt myndi hræða stuðningsfólk sitt. HInsvegar hafa þessi samtök og stofnanir nú myndað stýrihóp og ætla í sameiningu að knýja bresk stjórnvöld til aðgerða í þeirra þágu strax. Það mun taka mánuði ef ekki ár að bíða eftir niðurstöðum úr skiptum á þrotabúum bankanna. Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Tæplega 50 góðgerðarsamtök í Bretlandi eru í klemmu vegna hruns íslensku bankanna. Eitt þeirra,sjúkrahótelið Naomi House hefur þurft að leggja af heimahjúkrunarþjónustu við langveik og dauðvona börn vegna glataðra innistæðna hjá Singer & Friedlander banka Kaupþings í London. Fjallað er um málið á vefsíðu BBC. Þar er m.a. rætt við Sue George móður sem á átta ára stúlku, Holly, sem þjáist af ólæknandi lungnasjúkdómi. Þær mæðgur búa í Beedon í Berkshire og þar til nýlega gátu þær reitt sig á þjónustu Naomi House en ekki lengur. BBC segir að þær hljóti að vera tvær af saklausustu fórnarlömbum bankahrunsins á Íslandi. "Þetta hefur haft gífurleg áhrif á líf okkar," segir Sue George. "Ef neyðarástand skapast get ég ekki reitt mig á vini eða nágranna til að líta eftir Holly. Hún þarf á sérfræðiaðstoð að halda." Áður en Naomi House neyddist til að hætta heimahjúkrun sinni gátu Sue og Holly ætíð reitt sig á þjónustu hótelsins sem sendi strax hjúkrunarkonu á heimili þeirra ef eitthvað kom upp á. Í frétt BBC kemur fram að samkvæmt regnhlífarsamtökunum The Charity Finance Directors Group áttu 49 góðgerðarsamtök og stofnanir peninga inni á reikningum íslensku bankanna í Bretlandi. Mörg þeirra vilja ekki koma fram opinberlega af ótta við að slíkt myndi hræða stuðningsfólk sitt. HInsvegar hafa þessi samtök og stofnanir nú myndað stýrihóp og ætla í sameiningu að knýja bresk stjórnvöld til aðgerða í þeirra þágu strax. Það mun taka mánuði ef ekki ár að bíða eftir niðurstöðum úr skiptum á þrotabúum bankanna.
Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira