Viðskipti erlent

General Motors ætlar að segja upp 31.500 manns

Bílaframleiðandinn General Motors (GM) hefur tilkynnt að fyrir dyrum standi að segja upp 31.500 starfsmönnum fyrirtækisins. Jafnframt hefur GM sagt bandarískum stjórnvöldum að ef fyrirtækið fái ekki 4 milljarða dollara aðstoð í hvínandi hvelli blasi ekkert annað en gjaldþrot við.

Bæði General Motors og Ford hafa átt í viðræðum við bandarísk stjórnvöld um aðstoð til þeirra. Samtals vilja þessir tveir risar á bílamarkaðinum í Bandaríkjunum fá rúmlega 30 milljarða dollara, eða um 4.200 milljarða kr., í lán og styrki á næsta ári.

Samkvæmt tilkynningu frá GM í dag er ætlunin að fækka bílaverksmiðjum fyrirtækisins úr 47 og niður í 38 fram til ársins 2012. Ætlunin er að einbeita sér að framleiðslu á fjórum tegundum GM, það er Chevrolet, Cadillac, Buick og GMC. Selja á önnur merki GM eða hætta framleiðslu þeirra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×