Íslensku bankastjórarnir komu til greina sem þeir verstu 3. desember 2008 13:26 Bankastjórar gömlu bankanna þriggja, Glitnis, Kaupþings og Landsbankans, þóttu koma vel til greina í umfjöllun Newsweek tímaritsins um versta bankastjóra allra tíma. Þeir hafa jú afrekað það að koma heilli þjóð í gjaldþrot, segir í tímaritinu, en þar sem Íslendingar eru ekki nema 300.000 talsins sleppa þeir við tilnefninguna sem verstu bankastjórar heimsins. Newsweek segir í grein sem skrifuð er af Daniel Gross undir fyrirsögninni "Versti bankastjóri í heimi?" að mikið framboð sé til af mönnum í þessa stöðu. Richard Fuld hjá Lehman Brothers og James Cayne hjá Bear Stearns voru heitir en sleppa þar sem báðir bankarnir voru í raun vogunarsjóðir sem límdir höfðu verið utan á fjárfestingabanka. Einn viðmælandi blaðsins vildi útnefna þríeykið sem keyrði Citigroup nær í þrot, Sandy Weill, Chuck Prince og Vikram Pandit. En þegar upp er staðið á einn maður öðrum fremur skilið titilinn versti bankastjóri heimsins og það er Fred Goodwin fyrrum forstjóri Royal Bank of Scotland (RBS). Fred er að vísu góðkunningi fyrrum bankastjóra Kaupþings þar sem RBS var helsti viðskiptabanki Kaupþings í Bretlandi. Fred Goodwin, oft auknefndur Fred the Shred, fyrir áhuga sinn á að draga úr kostnaði og segja upp starfsfólki gerði eiginlega allar vitleysur sem hægt var að gera í liðinni fjármálabólu. Hann keypti og sameinaði í stórum stíl og kallaði það vöxt. Stærsti bitinn sem hann reyndi að gleypa var hollenski bankinn ABN Amro í 101 milljarða dollara kaupum undir lok ársins í fyrra, rétt um það bil sem bólan sprakk. Farið er yfir mörg önnur mistök Goodwin í greininni í Newsweek sem endar með því að greina frá að í lokin nú í haust var öllu ruglinu steypt yfir á herðar skattgreiðenda í Bretlandi þegar stjórnvöld þar neyddust til að þjóðnýta RBS til að forða honum frá falli. Lokareikningurinn sem almenningur á Bretlandi borgaði fyrir bankastjórn Fred the Sherd hljóðar upp á 20 milljarða punda, eða 4.000 milljarða kr.. Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjórar gömlu bankanna þriggja, Glitnis, Kaupþings og Landsbankans, þóttu koma vel til greina í umfjöllun Newsweek tímaritsins um versta bankastjóra allra tíma. Þeir hafa jú afrekað það að koma heilli þjóð í gjaldþrot, segir í tímaritinu, en þar sem Íslendingar eru ekki nema 300.000 talsins sleppa þeir við tilnefninguna sem verstu bankastjórar heimsins. Newsweek segir í grein sem skrifuð er af Daniel Gross undir fyrirsögninni "Versti bankastjóri í heimi?" að mikið framboð sé til af mönnum í þessa stöðu. Richard Fuld hjá Lehman Brothers og James Cayne hjá Bear Stearns voru heitir en sleppa þar sem báðir bankarnir voru í raun vogunarsjóðir sem límdir höfðu verið utan á fjárfestingabanka. Einn viðmælandi blaðsins vildi útnefna þríeykið sem keyrði Citigroup nær í þrot, Sandy Weill, Chuck Prince og Vikram Pandit. En þegar upp er staðið á einn maður öðrum fremur skilið titilinn versti bankastjóri heimsins og það er Fred Goodwin fyrrum forstjóri Royal Bank of Scotland (RBS). Fred er að vísu góðkunningi fyrrum bankastjóra Kaupþings þar sem RBS var helsti viðskiptabanki Kaupþings í Bretlandi. Fred Goodwin, oft auknefndur Fred the Shred, fyrir áhuga sinn á að draga úr kostnaði og segja upp starfsfólki gerði eiginlega allar vitleysur sem hægt var að gera í liðinni fjármálabólu. Hann keypti og sameinaði í stórum stíl og kallaði það vöxt. Stærsti bitinn sem hann reyndi að gleypa var hollenski bankinn ABN Amro í 101 milljarða dollara kaupum undir lok ársins í fyrra, rétt um það bil sem bólan sprakk. Farið er yfir mörg önnur mistök Goodwin í greininni í Newsweek sem endar með því að greina frá að í lokin nú í haust var öllu ruglinu steypt yfir á herðar skattgreiðenda í Bretlandi þegar stjórnvöld þar neyddust til að þjóðnýta RBS til að forða honum frá falli. Lokareikningurinn sem almenningur á Bretlandi borgaði fyrir bankastjórn Fred the Sherd hljóðar upp á 20 milljarða punda, eða 4.000 milljarða kr..
Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira