Sex leikir voru háðir í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Boston Celtics trjónir á toppi síns riðils en liðið vann Charlotte á útivelli 101-78. Leon Powe skoraði 22 stig fyrir Boston og tók 9 fráköst.
Sterk vörn Orlando Magic færði liðinu 101-86 sigur Cleveland. Tyrkinn Hedo Turkoglu skoraði 22 stig fyrir Orlando.
Carmelo Anthony skoraði 47 stig fyrir Denver í nótt en það dugði ekki til því liðið tapaði á heimavelli 115-118 fyrir Sacramento. Kevin Martin skoraði 36 stig fyrir Sacramento.
Hið unga lið Atlanta vann Philadelphia 92-85 á útivelli en Joe Johnson var með 22 stig í leiknum. Vince Carter skoraði 32 stig fyrir New Jersey sem vann Toronto 99-90. Þá vann Washington útisigur á Chicago 99-87.