Erlent

Danska lögreglan biðst undan skýrsluumfjöllun

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Lögregluyfirvöld í Danmörku hafa fengið sig fullsödd á opinberri umræðu um nýlega skýrslu sem ríkislögreglustjóraembættið þarlenda gaf út og fjallar um stöðu lögreglumála í landinu.

Heildarniðurstöðu skýrslunnar var gjörbreytt örfáum dögum áður en hún var lögð fyrir landsþingið og var töluvert rætt um það í fjölmiðlum hvað réttlætti slíka kúvendingu. Formaður Landssambands lögreglumanna hefur nú stigið fram fyrir skjöldu og beðist undan þessum nornaveiðum eins og hann kallar það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×