Erlent

Handtökuskipun á hendur fyrrum Taílandsráðherra

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Núverandi forsætisráðherra Taílands, Somchai Wongsawat, ræðir við fjölmiðla.
Núverandi forsætisráðherra Taílands, Somchai Wongsawat, ræðir við fjölmiðla. MYND/AP

Hæstiréttur Taílands hefur gefið út handtökuskipun á hendur Thaksin Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, en hann flúði til Bretlands rétt fyrir miðjan ágúst.

Shinawatra er sakaður um spillingu og ýmsa svikastarfsemi í fjármálaheiminum, þar á meðal ólögleg fasteignaviðskipti og lánastarfsemi en Shinawatra er sakaður um að hafa beitt áhrifum sínum þegar hann var forsætisráðherra til að ná fram mun betri kjörum fyrir sig og fjölskyldu sína en almennt gerist. Forsætisráðherrann fyrrverandi hefur neitað öllum sakargiftum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×