Viðskipti innlent

Segir Kaupþing ekki gera ráð fyrir að tapa á sænsku lánunum

Jónas Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Kaupþings segir að Kaupþing gerir ekki ráð fyrir að tapa á útlánum sínum til sænskra sparifjáreigenda sem fjárfestu í skuldabréfum Lehman Brothers gegnum norska fjárfestingarfélagið Acta Kapitalförvalting.

"Þessi lán, sem eru með veðum í skuldabréfum í einu af dótturfélögum Lehman, voru veitt til þúsunda ágætlega vel stæðra Svía, segir Jónas í samtali við Vísi. "Fari svo að skuldabréfin í Lehman verði ekki greidd að hluta eða öllu leyti munu einstaklingarnir bera tjónið."

Eins og fram kemur í frétt hér á Vísi í dag telja sænskir fjölmiðlar að þeir sparifjáreigendur sem fjárfestu í skuldabréfunum geti tapað allt að 14 milljörðum kr. vegna gjaldþrots Lehman Brothers.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×