Erlent

Hreinsað til í Galveston

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Á flugi yfir Galveston.
Á flugi yfir Galveston. MYND/AP

Hreinsunarstarf er nú að hefjast í Galveston í Texas eftir að fellibylurinn Ike geisaði þar um helgina. Enn er borgin að mestu án rafmagns og í gær var aðeins ein verslun opin þar og vöruúrvalið frekar takmarkað.

Íbúarnir grilluðu margir hverjir á svölum og í görðum þrátt fyrir mikla aðsókn skordýra og molluhita. Milli 15 og 20 þúsund manns halda til í Galveston en margir forðuðu sér að áeggjan yfirvalda áður en stormurinn skall á.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×