Erlent

Eitt af hverjum tólf foreldrum í Danmörku beitir börn ofbeldi

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. MYND/Stefán

Eitt af hverjum tólf foreldrum í Danmörku beitir börn sín líkamlegum refsingum samkvæmt nýrri rannsókn sem fyrirtækið Ramböll hefur gert fyrir Jótlandspóstinn. Fram kemur á heimasíðu dagblaðsins að könnunin hafi náð til alls landsins og sýnir hún enn fremur tengsl á milli tekja og menntunar annars vegar og líkamlegrar refsingar hins vegar.

Flestir danskir foreldrar nota orðsins brand eða vasapeningastraff til að refsa börnum sínum fyrir misgjörðir. Hins vegar beita átta prósent danskra foreldra börnin sín ofbeldi þegar þeir refsa þeim þrátt fyrir að slíkt hafi verið með öllu bannað í ellefu ár í Danmörku.

Rannsókn Ramböll sýnir enn fremur að íbúar á Norður-Jótlandi eru líklegri en aðrir íbúar Danmerkur til þess að beita börn ofbeldi og þá eru þeir sem eru með undir 3,5 milljónir íslenskra króna í tekjur líklegri til að slá til barna sinna en þeir sem hærri hafa tekjurnar. Enn fremur kemur í ljós að af kjósendum einstrakra flokka virðast stuðningsmenn Danska þjóðarflokksins líklegastir til þess að berja börnin sín.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×