Viðskipti innlent

Spáir því að stýrivextir verði 9-10% í lok næsta árs

Greining Kaupþings spáir því að stýrivextir standi í 9-10% í lok ársins 2009.

Í spánni kemur fram að vaxtalækkunarferlið hefst á 1. ársfjórðungi 2009 þegar sterk merki um kólnun verða komin fram.

Vextir gætu lækkað fyrr eða í desember nk. ef kólnunin verður hraðari, s.s. ef aðstæður ytra versna enn frekar.

Forsendur geta skapast fyrir hraða verðbólguhjöðnun og bratt vaxtalækkunarferli á árinu 2009 ef stöðugleiki eða styrking skapast á gjaldeyrismarkaði.

 












Fleiri fréttir

Sjá meira


×