Viðskipti erlent

Bagger hefur gefið sig fram

Stein Bagger
Stein Bagger MYND/Scanpix

Danski viðskiptamaðurinn, Stein Bagger, sem stakk af frá Danmörku rétt áður en IT Factory, sem hann veitti forystu, var lýst gjaldþrota hefur nú gefið sig fram. Talið er að svikamylla Baggers og fjársvik hafi skilað honum um 500 milljónum danskra króna á síðustu þremur árum.

Málið var samstundis kært til lögreglu og hefur Bagger verið á flótta síðan. Samkvæmt fréttavefnum Berlingske gaf Bagger sig svo sjálfur fram við yfirvöld í Los Angeles í gær. Dönsk yfirvöld vinna nú að því að fá Bagger framseldan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×