Innlent

Tveimur bílum stolið fyrir norðan

Tveimur bílum var stoðið í umdæmi lögreglunnar á Akureyri í gær og fundust þeir báðir í nótt.

Bílþjófnaðir munu ekki vera sérstaklega algengir á Norðurlandi og því vekur athygli þegar tveimur er stolið sama daginn. Lögregla segist ekki útiloka að sami aðili hafi komið að báðum málunum og segist hún hafa ákveðnar hugmyndir um hver var að verki.

Öðrum bílnum var stolið á Ólafsfirði og fannst hann á Árskógssandi en hinum var stolið á Akureyri og fannst hann á Lágheiði. Báðir bílarnir voru óskemmdir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×