Erlent

Forsetakosningar í Pakistan sjötta september

Pervez Musharraf sagði af sér á mánudaginn.
Pervez Musharraf sagði af sér á mánudaginn.
Forsetakosningar verða haldnar í Pakistan sjötta september næstkomandi. Pervez Musharraf, fyrrverandi forseti landsins, sagði af sér á mánudaginn var og samkvæmt lögum í landinu þarf að kjósa annan í stöðuna áður en mánuður er liðinn. Forsetinn er ekki kosinn í þjóðaratkvæðagreiðslu heldur kjósa þingmenn á landsþinginu og fjórum héraðsþingum nýjan forseta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×