Viðskipti innlent

Ingólfur: „Þetta er góður dagur“

Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings á Íslandi.
Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings á Íslandi.

Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings á Íslandi, sagði í samtali við Vísi nú rétt áðan að tvö skref af þremur hefðu verið stigin í sameiningu Kaupþings og SPRON. Enn ætti eftir að eyða óvissufyrirvörum sem eru samþykki hluthafafunda bankanna sem og samþykki Fjármaáleftirlitsins.

„Þetta er góður dagur. Við erum mjög ánægðir með að stjórnir bankanna séu búnar að komast að þessari niðurstöðu," segir Ingólfur í kjölfar tilkynningar bankanna tveggja um samþykktir stjórnanna á sameiningu bankanana.

„Það hafa nú verið stigin tvö skref af þremur í átt að endanlegri sameiningu. Enn á eftir að eyða óvissufyrirvörum," segir Ingólfur og á þar við samþykki hluthafafunda bankanna tveggja og Fjármálaeftirlitsins.

Um ávinning af þessum samruna segir Ingólfur það ljóst að það sé mikill styrkur í tvo að sameina tvo öfluga banka á einstaklingssviðinu. „SPRON er með mjög góða stöðu þar og Kaupþing er sterkt og öflugt félag," segir Ingólfur.

Aðspurður um hvort margir starfsmenn myndu missa vinnu við sameininguna sagði Ingólfur of snemmt að segja til um það. „Ég bendi á að þetta er ekki enn komið í gegn og það verður einhver tími til þar til allt er klappað og klárt," segir Ingólfur.








Tengdar fréttir

Guðmundur fundar með SPRON starfsfólki

Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON, fundar nú með starfsfólki bankans vegna þeirrar ákvörðunar að sameinast Kaupþingi. Miklar breytingar verða að öllum líkindum hjá SPRON vegna þessa og er verið að kynna starfsfólki stöðu mála.

Kaupþing og SPRON sameinast

Kaupþing og SPRON hafa ákveðið að sameinast eftir nokkurra vikna viðræður þar um.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×