Keppni í N1-deild karla hófst í kvöld á nýjan leik eftir vetrarhlé og hófst á því að Íslandsmeistarar Vals lögðu topplið Hauka með fimm marka mun.
Staðan í hálfleik var 15-12 Valsmönnum í vil.
Baldvin Þorsteinsson var markahæstur Valsmanna með sjö mörk en Sigurður Eggertsson skoraði sex. Sigurður var að leika sinn fyrsta leik með Val í vetur en hann lék með danska liðinu Skanderborg í haust.
Hjá Haukum skoraði Siurbergur Sveinsson átta mörk en þeir Andri Stefan og Gunnar Berg Viktorsson fimm hver.
Haukar hafa enn fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar en nú geta Fram og Stjarnan minnkað þann mun í tvö stig.
Síðastnefndu tvö liðin eru með nítján stig en Valur er einnig með nítján eftir leik kvöldsins.
Á morgun tekur ÍBV á móti Fram. Tveir leikir verða svo á sunnudaginn - Afturelding mætir Akureyri og HK tekur á móti Stjörnunni.
Valur vann góðan sigur á Haukum
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni
Íslenski boltinn

„Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“
Íslenski boltinn

Bale af golfvellinum og á skjáinn
Enski boltinn

Hákon Rafn gæti fengið sénsinn
Enski boltinn

„Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“
Íslenski boltinn

„Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“
Íslenski boltinn


Donnarumma skilinn eftir heima
Enski boltinn

Tap setur Ísland í erfiða stöðu
Handbolti
