Ekki einu sinni skráður í Framsóknarflokkinn Breki Logason skrifar 19. desember 2008 11:42 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skipulagshagfræðingur og fyrrverandi fréttamaður segir fólk héðan og þaðan af landinu hafa haft samband við sig að undanförnu. Mikið af því fólki virðist vilja fá hann til formennsku í Framsóknarflokknum. Sigmundur segir sérstakt að framsóknarmenn vilji hann sem formann þar sem hann sé ekki einu sinni skráður í flokkinn. Hann segist ekki vera á leiðinni í pólitík sem stendur. „Já, það virðist vera mikill áhugi fyrir því svona héðan og þaðan. Ég veit nú eiginlega ekki hvernig það gerðist enda er ég ekkert í flokknum og hafði ekki hugsað mér að taka neinn þátt í pólitík," segir Sigmundur í samtali við Vísi. Sigmundur segir að vissulega sé dálítið sérstakt að fólk héðan og þaðan af landinu hafi haft samband við sig vegna þessa. Meðal annars hafði hópur fólks af Austurlandi samband við Sigmund sem hann hafði aldrei hitt áður. Hann fór hinsvegar Austur í síðustu viku og hitti þetta fólk. „Þau höfðu samband og voru að kanna áhuga minn á þessu. Ég sagði þeim að ég teldi þetta ekki raunhæft en það væri sjálfsagt mál að hitta hvern sem vildi ræða almennt um stöðu landsins og hvaða leiðir væru færar í því," segir Sigmundur. Hann segir að á síðustu vikum hafi hann verið að beita sér í þeim málum sem snerta stöðu þjóðarinnar. En hann hefur meðal annars verið í forsvari fyrir Indefence hópinn. „Ég hef sagt við þá sem telja mig hafa eitthvað fram að færa að það sé sjálfsagt mál að ræða málin, ég hef hinsvegar ekkert ákveðið hvort það sé ástæða til þess að endurskoða það hvort ég fari eitthvað út í pólitík." Sigmundur nefnir að í umræðum um þessi mál hafi komið fram að hann hafi verið flokksbundinn Framsóknarmaður í mörg ár, það sé hinsvegar ekki rétt. „Enda hefði það ekkert verið hægt þar sem fréttamenn á Rúv mega ekki vera í pólitík, þannig að það hefur ekki einu sinni verið um það að ræða." Sigmundur þarf hinsvegar að hafa hraðar hendur ef honum snýst hugur. Landsfundur Framsóknarflokksins er núna í janúar, en þar verður kosinn nýr formaður flokksins. Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skipulagshagfræðingur og fyrrverandi fréttamaður segir fólk héðan og þaðan af landinu hafa haft samband við sig að undanförnu. Mikið af því fólki virðist vilja fá hann til formennsku í Framsóknarflokknum. Sigmundur segir sérstakt að framsóknarmenn vilji hann sem formann þar sem hann sé ekki einu sinni skráður í flokkinn. Hann segist ekki vera á leiðinni í pólitík sem stendur. „Já, það virðist vera mikill áhugi fyrir því svona héðan og þaðan. Ég veit nú eiginlega ekki hvernig það gerðist enda er ég ekkert í flokknum og hafði ekki hugsað mér að taka neinn þátt í pólitík," segir Sigmundur í samtali við Vísi. Sigmundur segir að vissulega sé dálítið sérstakt að fólk héðan og þaðan af landinu hafi haft samband við sig vegna þessa. Meðal annars hafði hópur fólks af Austurlandi samband við Sigmund sem hann hafði aldrei hitt áður. Hann fór hinsvegar Austur í síðustu viku og hitti þetta fólk. „Þau höfðu samband og voru að kanna áhuga minn á þessu. Ég sagði þeim að ég teldi þetta ekki raunhæft en það væri sjálfsagt mál að hitta hvern sem vildi ræða almennt um stöðu landsins og hvaða leiðir væru færar í því," segir Sigmundur. Hann segir að á síðustu vikum hafi hann verið að beita sér í þeim málum sem snerta stöðu þjóðarinnar. En hann hefur meðal annars verið í forsvari fyrir Indefence hópinn. „Ég hef sagt við þá sem telja mig hafa eitthvað fram að færa að það sé sjálfsagt mál að ræða málin, ég hef hinsvegar ekkert ákveðið hvort það sé ástæða til þess að endurskoða það hvort ég fari eitthvað út í pólitík." Sigmundur nefnir að í umræðum um þessi mál hafi komið fram að hann hafi verið flokksbundinn Framsóknarmaður í mörg ár, það sé hinsvegar ekki rétt. „Enda hefði það ekkert verið hægt þar sem fréttamenn á Rúv mega ekki vera í pólitík, þannig að það hefur ekki einu sinni verið um það að ræða." Sigmundur þarf hinsvegar að hafa hraðar hendur ef honum snýst hugur. Landsfundur Framsóknarflokksins er núna í janúar, en þar verður kosinn nýr formaður flokksins.
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Sjá meira