Viðskipti innlent

Íslensk hugbúnaðarlausn seld fyrir 350 miljónir kr.

Crossroads Partner, Inc. og Annata h.f. hafa gengið frá samningi um sölu á Microsoft Dynamics AX hugbúnaðarkerfinu fyrir um 350 miljónir íslenskra króna til tveggja óskyldra fyrirtækja í Bandaríkjunum og Kólumbíu.

Hugbúnaðarkerfið er viðskiptakerfi sem vinnur með Microsoft forritum og er sérsniðið að fyrirtækjum í bílaiðnaði.

Fyrri samningurinn var gerður við Navitrans í Kólumbíu og hljóðar uppá 150 milljónir íslenskra króna. Navitrans er stærsta umboðsfyrirtæki Navistar í heimi. Seinni samningurinn var gerður við Rodman LLC frá Dallas í Texas uppá 200 milljónir íslenskra króna. Rodman LLC er eitt stærsta verktakafyrirtækið í Texas með yfir 1600 starfsmenn.

"Rodman valdi IDMS fram yfir aðrar lausnir vegna skilvirkni IDMS lausnarinnar og reynslu og meðmæla annarra viðskiptavina Crossroads og Annata" segir Einar Úlfsson stjórnarformaður og stofnandi Crossroads Partner, Inc. "Annata IDMS var fyrsta IDMS lausnin sem fékk "Certified for Dynamics" viðurkenninguna frá Microsoft og það skipti sköpum í þessu samhengi".

Craig Porter, stjórnaformaður Rodman segir að þegar Crossroads Partner Inc. sendi okkur fréttirnar um viðurkenninguna þá vissum við að Rodman hafði valið rétt IDMS hugbúnaðarkerfi".

"Þetta er mikilvægur árangur fyrir íslenskan hugbúnaðariðnað og viðurkenningu hans á erlendum mörkuðum. ANNATA IDMS er ein besta lausnin á markaðnum umboðs og dreifiaðila á vinnuvéla og annarra farartækja. Við erum mjög ánægðir með söluna til Rodman og vitum að okkar bíða góð tækifæri í Bandaríkjunum sem er einn okkar mikilvægasti markaður" segir Jóhann Jónsson framkvæmdastjóri Annata.

Crossroads Partner, Inc. var stofnað árið 2006. Crossroads Partner, Inc. eru með skrifstofur í Boston, New York, Charlotte í Norður Karólínu og Dallas í Texas. Starfsmenn Crossroads Partner hafa unnið med fyrirtækjum á borð við Avon, Chanel, Tommy Hilfiger, Esselte Office Products, Rodman LLC, Blue Man Group og International Trucks.

Annata hf. er alþjóðlegt ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í innleiðingu lausna fyrir fyrirtæki. Annata h.f. er með skrifstofur í Reykjavik, Bretlandi, Danmörku, Noregi og Sviþjóð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×